Hvað bjóðum við upp á?

Við bjóðum upp á hágæða einingahús sem eru afhent alveg fullkláruð til viðskiptavina. Húsin geta staðið stök en einnig er hægt að tengja þau saman og mynda stærri einingar. Habitus býður upp á lausnir sem taka mun skemmri tíma en hefur tíðkast á byggingamarkaðnum en á sama tíma eru þær mjög vandaðar og stílhreinar og lágmarka allt jarðrask á byggingastað. Það sem þú þarft að huga að áður en húsið kemur á staðinn eru undirstöður og koma vatni og rafmagni á sinn stað. Svo er bara að njóta allra þeirra þæginda sem húsin hafa upp á að bjóða.

HVER ERUM VIÐ

Habitus er íslenskt fyrirtæki og umboðsaðili á Íslandi fyrir byggingaraðilann Manta North. Þau hafa áralanga reynslu af því að byggja húsnæði og framleiða efnivið til húsbygginga. Við bjóðum upp á vistvæn hús í hæsta gæðaflokki. Allt efni sem notað er við framleiðslu húsanna er gæðavottað samkvæmt íslenskum og evrópskum stöðlum og eru þau CE vottuð. Habitus og Manta North taka höndum saman við að bjóða upp á nýjar og spennandi lausnir.

HVAÐ GERUM VIÐ

Við bjóðum upp á vörur sem koma algjörlega fullbúnar til landsins. Húsin eru smíðuð innandyra í verksmiðjum þeirra og eru þaðan flutt með flutningabíl í skip og þeim siglt til Íslands. Tímaramminn frá hugmynd að fullkláruðu húsi á lóð er lygilega stuttur sem sparar bæði tíma og ófyrirséðan kostnað. 

AFHVERJU VELJA HABITUS

  • Stuttur framkvæmdartími
  • Lægra verð
  • Ófyrirséður kostnaður lítill sem enginn
  • Hágæða vörur
  • Virðing fyrir umhverfinu
  • Miklir möguleikar og sveigjanleiki
  • Orkusparnaður
  • Falleg, tæknileg og nútímanleg hönnun

Vörurnar okkar

GJÓSTUR

Tveggja eða þriggja herbergja 48 fermetra hús.

GAMBUR

Tveggja eða þriggja herbergja 48 fermetra hús.

GJÓLA

Tveggja herbergja 25 fermetra hús,

Ferlið

Hafa samband

Fyrsta skrefið er að skoða þær vörur sem við höfum upp á að bjóða. Svo skal hafa samband við Habitus teymið og koma ferlinu af stað!

Viðræður

Á þessu stigi þá förum við vandlega yfir hverju þú ert að leitast eftir varðandi hönnun, efnisval, þjónustu og fleira. Þegar það liggur fyrir þá gefum við tilboð í verkið.

Samningur

Þegar þú hefur farið yfir öll atriði varðandi tilboðið, teikningar og efnisval og ert sátt/sáttur þá er ekkert að vanbúnaði og við skrifum undir samning vegna kaupa.

Framleiðsla

Núna á allt að liggja ljóst fyrir og við setjum húsið/húsin í framleiðsluferli í verksmiðju okkar erlendis þar sem allt kapp er lagt á að vanda til verka. Við leyfum þér auðvitað að fylgjast með ferlinu!

Flutningur

Þegar húsin eru orðin fullkláruð þá eru þau gerð klár fyrir flutning til Íslands. Í framhaldinu flutt frá verksmiðju á flutningabílum að höfn og þaðan sett um borð í skip.

Afhending

Við komu til Íslands eru húsin tolluð síðan eru þau flutt með flutningabílum á endanlegan afhendingastað. Það er mjög mikilvægt að áður en húsin koma til landsins að búið sé að undirbúa undirstöður.