Vörurnar okkar

Vörurnar okkar eru hannaðar og byggðar með það að leiðarljósi að fullnægja þörfum viðskiptavinarins og umhverfisins á sama tíma. Það sparar bæði kostnað og náttúrlegar auðlindir. Takmarkið er að hanna plásslítil hús sem bjóða upp á hámarks gæði og nýjustu tækni.

Kolefnisfótspor vörunnar er mælt, allt frá sjálfbæru hráefnis vali til notkunar viðskiptavinarins á vörunni.  Birgjar eru ekki einungis valdir út frá hagkvæmum sjónarmiðum, heldur einnig vegna samfélagslegrar ábyrgðar gagnvart náttúru, nærumhverfi og samfélagi.

Hátt orkunýtingar hlutfall gefur okkur möguleika á því að nota orkuna betur og nota minna af henni. Sem leiðir til þess að orku kostnaðurinn er minni fyrir þig sem og umhverfisvænni. Við bjóðum upp á möguleika að nota snjallforrit í símanum til þess að stjórna öllum raftækjum hússins og með því móti getur þú stýrt öllu úr fjarlægð.

  • Nútímaleg– Mikið kapp er lagt á að bjóða upp á nútímalega hönnun. Stórir gluggar njóta sín vel og gefa möguleika á að leyfa íslenskri náttúru að njóta sín.
  • Hátæknileg – Við munum bjóða upp á marga skemmtilega möguleika, sem dæmi verður hægt að stjórna hinum ýmsu hlutum hússins í gegnum snjallforrit í símanum.
  • Umhverfisvæn – Við viljum einungis birgja sem hugsa um hvaða fótspor þeir skilja eftir á náttúruna, hráefni sem er vistvænt fyrir umhverfið og leggjum áherslu á orkusparandi nálgun.
  • Harðgerð – Húsin eru hönnuð með það í huga að þau eru á norðurhveli jarðar þar sem vindur er með mesta móti og snjóþungi er töluverður.  Frágangurinn er mjög vandaður og öll efni sem notuð eru við framleiðsluna eru vottuð frá viðurkenndum aðilum og standast allar byggingarreglugerðir hér á Íslandi.

GJÓSTUR

Tveggja til þriggja herbergja 48 m2 hús.

GAMBUR

Tveggja til þriggja herbergja 48 m2 hús.

GJÓLA

Tveggja herbergja 25 m2 hús.