Garri

Garri er 25 m2 hús sem er með hallandi þaki og afhendist fullbúið.
 • Tveggja herbergja
 • Fullbúin eldhúsaðstaða
 • Stórir gluggar með þreföldugleri
 • Gólfhiti & gólfefni
 • Möguleiki á “Smart home”
 • 10 ára framleiðslu ábyrgð

Hönnun

Garri er 25m2 hús og við hönnun þess var haft að leiðarljósi að útbúa hið fullkomna svæði sem gott er að vera í og að hver fermeter er nýttur til hins ítrasta svo öll skref innan í húsinu eru úthugsuð. Svefnherbergið er aðskilið með rennihurð sem fellur saman sem gefur næði þegar lokað er en á sama tíma opnar og stækkar rýmið þegar opið er.

Verð

Verð frá 9.690.000 kr. án VSK*

Við gerum tilboð í hvert verk fyrir sig þar sem að verð ræðst af mismunandi þáttum sem geta haft áhrif eins og efnisval, hönnun, flutnings til landsins og fleira.

*Miðast við gengi evru á hverjum tíma, áskiljum okkur rétt til breytinga.

Efnisval

Meginn efniviður sem notast er við smíði hússins er CLT (Cross laminated timber) sem þekkist hér á landi sem límtré, en helstu kostir þess eru hversu sterkt, endingagott, einangrandi og vistvænt það er.

Húsin eru með Kingspan einangrun og Firestone membrane og þreföldu gleri í gluggum. Með þessum gæðahráefnum þá er mögulegt að hafa veggina þynnri til þess að takmarka ekki nýtingu flatarmálsins inni í húsinu en á sama tíma þá er húsið mjög sterkbyggt og vel einangrað. 

Húsið er flokkað sem A- klassa orkusparandi hús.

Öll okkar hús standast íslenska byggingarreglugerð og eru byggð með það í huga að vera á norðlægum slóðum.

Innifalið

Húsið kemur fullklárað og það inniheldur meðal annars:

 • Eldhúsinnréttingar
  • Ísskápur
  • Keramik helluborð & háf
  • Vask & blöndunartæki
 • Baðherbergisinnréttingu
  • Vask & blöndunartæki
  • Upphengt klósett
  • Blöndunartæki & sturtusett

Ferlið

Hafa samband

Fyrsta skrefið er að skoða þær vörur sem við höfum upp á að bjóða. Svo skal hafa samband við Habitus teymið og koma ferlinu af stað!

Viðræður

Á þessu stigi þá förum við vandlega yfir hverju þú ert að leitast eftir varðandi hönnun, efnisval, þjónustu og fleira. Þegar það liggur fyrir þá gefum við tilboð í verkið.

Samningur

Þegar þú hefur farið yfir öll atriði varðandi tilboðið, teikningar og efnisval og ert sátt/sáttur þá er ekkert að vanbúnaði og við skrifum undir samning vegna kaupa.

Framleiðsla

Núna á allt að liggja ljóst fyrir og við setjum húsið/húsin í framleiðsluferli í verksmiðju okkar erlendis þar sem allt kapp er lagt á að vanda til verka. Við leyfum þér auðvitað að fylgjast með ferlinu!

Flutningur

Þegar húsin eru orðin fullkláruð þá eru þau gerð klár fyrir flutning til Íslands. Í framhaldinu flutt frá verksmiðju á flutningabílum að höfn og þaðan sett um borð í skip.

Afhending

Við komu til Íslands eru húsin tolluð síðan eru þau flutt með flutningabílum á endanlegan afhendingastað. Það er mjög mikilvægt að áður en húsin koma til landsins að búið sé að undirbúa undirstöðurnar.