Við bjóðum upp á nokkrar mismunandi útfærslur af tunnu saunum og heitum pottum

Sauna

Við bjóðum upp á margvíslegar útfærslur af frístandandi Saunum, hægt er að fá þær í mismunandi stærðum og gerðum. Allar saunurnar eru hannaðar og smíðaðar með það í huga að framleiða hágæða vöru og þar af leiðandi einungis notað hágæða hráefni. Þær eru smíðaðar úr 45mm Thermowood sem er einstaklega sterkur og endingargóður viður sem þarfnast lítils viðhalds í gegnum árin. Rafmagns hitari fylgir með og einnig er hægt að velja úr hinum ýmsu aukahlutum gegn gjaldi. Endilega hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Heitir pottar

Við bjóðum upp á heita potta sem eru svokallaðar skeljar og henta alveg frábærlega með okkar húsum. Við getum gert tilboð í allan pakkann ef þess er óskað sem inniheldur hús, pall, heitan pott og saunu. Einnig verður mögulegt að stýra pottinum með appi úr farsíma og fylgjast þar með hitastigi hans.