Við bjóðum upp á hagkvæmar, nútímalegar og vandaðar nýjar lausnir við byggingu á húsnæði, þar sem okkur tekst að stytta framkvæmdartímann verulega og bjóða upp á húsnæði í hæsta gæða flokki á mjög hagstæðu verði.

Um okkur

Við erum ungt og öflugt teymi sem vill koma með nýjungar inná íslenskan byggingarmarkað. Við erum umboðsaðilinn fyrir einingarframleiðandann Manta North sem bjóða upp á hágæða vistvæn hús.

Habitus og Manta North vinna náið saman að því að bjóða nýjar lausnir á íslenskum byggingarmarkaði sem stytta framkvæmdartímann all verulega sem þar af leiðandi lágmarkar kostnað en á sama tíma getum við boðið upp á hágæða, stílhreinar vörur.

  • ÁRÆÐANLEG
  • SKILVIRK
  • GEGNSÆ
  • HEIÐARLEG
  • UMHVERFISVITUND

Framleiðandinn

Framleiðslan á húsunum fer fram innandyra við bestu aðstæður hjá framleiðendum okkar í Lettlandi, Manta North. Stofnendur Manta North eru byggingaaðilar sem hafa áratuga reynslu af því að framleiða hús og efnivið fyrir byggingaiðnað. Þeir leggja mikið upp úr notkun sjálfbærra efna og vilja lágmarka fótspor sitt á náttúruna með sjálfbærum lausnum og var það útgangsspunkturinn í hugmyndavinnunni á bakvið framleiðsluna á þessum húsum.